Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Jón Baldvin vonar að Spánverjar bjargi sér

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, vonast til þess að spænsk löggjöf bjargi honum frá ákæru um kynferðisbrot. Hann hefur krafist þess að ákærunni verði vísað frá dómi á þeim forsendum að dómstólar hérlendis hafi ekki lögsögu í málinu.

Jón Bald­vin var ákærður fyrir kynferðisbrot. Meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað á heimili ráðherrans fyrrverandi á Spáni. Við þingfestingu málsins í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur krafðist sendiherrann fyrrverandi að ákærunni verði vísað frá. Í samtali við Fréttablaðið sagði Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, að frávísunarkrafan byggði á svokallaðri þegnreglu. „Hér reynir á hina svonefndu þegnreglu sem varðar lögsögu ríkja. Megininntak hennar er að ríkið getur almennt tekið lögsögu yfir íslenskum ríkisborgurum, eða þeim sem búsettir eru á Íslandi, vegna brota sem framin eru erlendis, ef brotið er jafnframt refsivert þar,“ sagði Bjarni.

Samkvæmt ákærunni er Jóni gefið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eft­ir rassi“ á gestkomandi konu. Á þetta að hafa gerst í aug­sýn eig­in­konu Jóns og annarra gesta. Jón Baldvin hefur sagt sakargiftirnar hreinan uppspuna og lið í herferð gegn sér og Bryndísi Schram konu sinni til að eyðileggja mannorð þeirra.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað á Spáni í júní 2018 á heimili Bryndísar og Jón í Andalúsíu. Að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu hefur Carmen Jóhannsdóttir fullyrt að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega. Hún kærði Jón í mars í fyrra en hann hefur neitað öllum sakargiftum.

Jón Baldvin hefur sagt vitnisburð vitna sé ótrúverðugan og bent á uppgjörsbók Bryndísar sem taki á því sem þau kalla fjölskylduharmleik. „Þetta er sein­asta út­spilið í skipu­lagðri aðför að mann­orði mínu og Bryn­dís­ar,“ seg­ir Jón Bald­vin.

Um síðustu helgi héldur hjónin útgáfuteiti bókarinnar, Brosað í gegnum tárin, á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Mikið var um dýrðir í veislunni og mættu á þriðja hundrað gesta til leiks. Meðal gesta voru Styrmir Gunnarsson, fyrrum ristjóri Morgunblaðsins, tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur stýrði fjöldasöng í teitinu.

- Auglýsing -

Aldís Schram, kennari og leikkona, fagnar því að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hún segir löngu kominn tími á að vitnisburðir um meint kynferðisbrot hans séu teknir alvarlega og nú loksins færðir upp á ákærustig.

Sjálf hefur Aldís tvívegis kært föður sinn fyrir kynferðisbrot og lýst því hversu vondan pabba hún hafi átt. Hún hefur lengi haldið því fram að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna, henni þar á meðal. Jón og Bryndís Schram, eiginkona hans, hafa hins vegar sagt dóttur sína veika á geði og taka þurfi frásögnum hennar með það fyrir augum.

Aldís Schram. Mynd / Unnur Magna

Um er að ræða atvik sem átti sér stað á Spáni í júní 2018 á heimili Bryndísar og Jóns í Andalúsíu. Að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu hefur Carmen Jóhannsdóttir fullyrt að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega. Hún kærði Jón í mars í fyrra en hann hefur neitað öllum sakargiftum. Jón Bald­vin hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað á heimili ráðherrans fyrrverandi á Spáni. Jón Baldvin segir sakargiftirnir hins vegar vera hreinan uppspuna og lið í herferð gegn sér og Bryndísi Schram konu sinni til að eyðileggja mannorð þeirra.

- Auglýsing -

Aldsí vonast nú til þess að saksóknaraembættið taki alvarlega þá fjöldamörgu vitnisburði sem fram hafa komið um meint kynferðisbrot föður hennar. „Loksins, loksins, hefur Jón Baldvin Hannibalsson verið ákærður. Það vona ég að héraðssaksóknari rannsaki og alla hina 42 vitnisburðina sem honum hafa borist um kynferðisbrot Jóns Baldvins,“ segir Aldís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -