Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Jón er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðarins, er  látinn. Hann varð 82 ára.

Arnar Þór Jónsson, oddviti Lýðræðisflokksins, greinir frá andláti föður síns í færslu á Facebook.

„Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags. Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar  Arnar Þór.

DV rekur æviferil Jóns þar sem segir að Jón fæddist í Neskaupstað þar sem hann ólst upp. Hann flutti síðan til Garðabæjar þar sem hann bjó til æviloka. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum auk þess að sitja í stjórn Stjörnunnar um langt skeið.

Jón eignaðist þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur, Arnar Þór, Guðmund Theódór og Sigríði Ásdísi. Ásdís féll frá árið 1991 en árið 1999 eignaðist Jón dótturina Thelmu Sif með Sigrúnu Magnúsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jóhanna Hreinsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -