Laugardagur 14. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Jón lemur á flóttafólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þykir vera óhræddur við að taka óvinsælar ákvarðanir og þá ekkii síst ef þær snúa að útlendingum sem dvelja á Íslandi án tilskilinna leyfa. Það þóttio vera sterkt útspil hjá Bjarna Benediktssyni formanni að gera Jón að ráðherra, þótt tímabundið sé, og láta hann rótast af hörku í útlendingum sem fæstir eiga í nein skjól að venda. Með þessu nær Bjarni að róa þann hluta Sjálfstæðisflokksins sem hallast að þjóðernishyggju í ætt við fasisma.

Nýjasta útspil Jóns er að vísa yfir 200 hælisleitendum úr landi. Sumir þeirra hafa dvalið árum saman í landinu og hafa aðlagast. Þeirra á meðal er Palestínumaðurinn Emad Albardawil sem hefur verið á flótta í sex ár, eftir að hafa flúið Palestínu eftir ásökun um að hafa starfað með Ísrael á laun. Hann hefur dvalið á Íslandi síðan í október 2020, hann hefur eignast íslenska vini og lært íslensku og vinnur fulla vinnu.

Aðgerðir Jóns ráðherra skapa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra gríðarleg vandræði. Flokkur hennar vill í orðí kveðnu standa með flóttamönnum og veita þeim skjól en tekur svo þegjandi fulla ábyrgð á gjörðum sjálfstæðismanna til að halda friðinn. Harkan gegn hælisleitendum bætist ofan á ábyrgð Vinstri grænna á sölu pabbabréfanna í Íslandsbanka. Ofbeldissambandið við Sjálfstæðisflokkinn er að verða dýrkeypt …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -