Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Jón Sigurðsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 75 ára að aldri. Jón greindist með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir hálfu öðru ári.

Jón fæddist í Kollafirði á Kjalarnesi þann 23. ágúst 1946. Hann var ritstjóri Tímans frá 1978 til 1981. Hann tók þá við starfi skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst og varð síðar rektor skólans til ársins 1991.

Jón var seðlabankastjóri á árunum 2003 til 2006. 2006 tók hann við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, og gegndi því til ársins 2007. Á sama tíma og hann gegndi ráðherraembættinu var hann formaður Framsóknarflokksins.

Jón lýsti baráttu sinni við krabbameinið opinberlega og tjáði hann sig um það í heimildamyndinni Karlameini á RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -