Lögmaðurinn og fyrrverandi hæstarréttardómarinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, er nýjasti viðmælandinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.
Jón Steinar er einfaldlega maður með sterkar skoðanir.
Varðandi áfengi segir hann segir það vera hræsni og tvískinnung að leyfa áfengi en banna önnur efni.
„Ég er með þá tilgátu að þeir sem eru mjög mikið fyrir áfengi séu jafnvel harðari en aðrir á móti ólöglegum fíkniefnum, af því að þá geta þeir selt sér að áfengi sé nú betra og fínna efni. Það er ekkert annað en hræsni að ég og aðrir lögmenn og dómarar séu að refsa fólki fyrir fíkniefnanotkun eða brot tengd fíkniefnum, en svo förum við saman á barinn að drekka eftir að við erum búnir í vinnunni.“
Jón Steinar talar af reynslu – hann þekkir áfengisvandamál á eigin skinni; þurfti á endanum að fara í meðferð. Hann hefur lengi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna og segist aldrei hafa verið sannfærðari heldur en nú:
„Við eigum að fræða börnin okkar og unglingana og gera allt sem hægt er til að draga úr eftirspurninni. Svo eigum við að setja enn meira púður í að hjálpa þeim sem verða fíklar, en boð og bönn virka ekki. Sagan undanfarna áratugi sýnir okkur það einfaldlega.
Eins og þetta er núna eru börn og unglingar sem ánetjast þessum efnum nauðbeygð til að verða sér úti um pening af því að þetta er ólöglegt og neðanjarðar. Þá byrja þau að fremja glæpi og selja sig og það eru svo glæpamenn sem maka krókinn. Það myndi breyta miklu að gera þetta allt löglegt og ríkið gæti svo notað hluta af peningnum sem myndi sparast við löggæslu til að hjálpa þeim sem verða fíklar,” segir Jón Steinar, sem segir það hámark hræsninnar að fína fólkið sem drekki áfengi vilji hörð viðurlög við notkun annarra efna:
„Ég er með þá tilgátu að þeir sem eru mjög mikið fyrir áfengi séu jafnvel harðari en aðrir á móti ólöglegum fíkniefnum, af því að þá geta þeir selt sér að áfengi sé nú betra og fínna efni. Það er ekkert annað en hræsni að ég og aðrir lögmenn og dómarar séu að refsa fólki fyrir fíkniefnanotkun eða brot tengd fíkniefnum, en svo förum við saman á barinn að drekka eftir að við erum búnir í vinnunni.”
Jón Steinar þekkir vandamál áfengis af eigin raun og hann þurfti á endanum að fara í meðferð.
„Ég fór í meðferð fyrir 43 árum síðan. Ég var helgardrykkjumaður og drakk nokkra daga í röð, en svo dreif ég mig í meðferð þegar þetta var orðið augljóst vandamál. Ég er mjög vel kvæntur og það var konan mín sem sá til þess að ég gerði loksins eitthvað í málunum. Ég var í viku í meðferðinni og sá þá hvar ég var staddur og hef ekki bragðað maltöl síðan.
Ég fékk loksins almennilega fræðslu um áfengi og fíkn í meðferðinni og eftir það gat ég ekki flúið þær upplýsingar sem ég fékk. Ég er þannig úr garði gerður að ég á erfitt með að ljúga að sjálfum mér og ég hef verið laus við áfengi síðan. Líf mitt batnaði stórkostlega eftir að ég hætti að drekka, bæði mitt og fjölskyldu minnar.”
Þáttinn með Jóni Steinari og alla aðra þætti Sölva Tryggvasonar má nálgast á heimasíðunni: solvitryggva.is