Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Jón Þór biður fólk um fyrirgefningu: „Ekki öskra á okkur eða gefa okkur puttann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað get ég annað sagt en „fyrirgefið mér.“

 

Með þessum orðum hefst færsla sem Jón Þór Tómasson deilir í Facebook-hópnum Hvernig er færðin? Þar skrifar hann um starf sitt við snjómokstur, en í færslunni kemur fram að oft á tíðum fá bílstjórar snjómoksturbíla dónalegar móttökur vegfarenda þegar þeir sinna snjómokstrinum.

„Ég vil bara að þið vitið að ég veit að ykkur langar að komast heim eftir erfiðan dag í vinnunni, eftir erfiðan viðtalstíma hjá lækni, eftir jarðaför, eftir að hafa keyrt maka í flug. Ykkur langar að komast á viðburð sem þið keyptuð miða á fyrir mánuðum síðan. Ykkur langar að komast í sunnudagsmat til mömmu, upp í bústaðinn, í jólaboðið, afmælið og fullt af öðrum stöðum,“ heldur Jón Þór áfram.

Jón Þór Tómasson
Mynd / Aðsend

Hins vegar eins og Jón Þór bendir á þá er veðrið og færð á vegum ekki alltaf með vegfarendum, vegir lokaðir og þá þarf að moka með tilheyrandi töfum á umferð.

Í samtali við Mannlíf segir Jón Þór að hann hafi starfað við snjómokstur frá árinu 2000, fyrst í Reykjavík. „Ég er búinn að vera í snjómokstrinum á Hellisheiði í fimm ár hjá Ingileif Jónssyni EHF. Hann hefur séð um snjómokstur á Hellisheiði óslitið síðan 2004. Þar áður var ég mikið í snjómokstri í Reykjavík.“

„Stundum kemur það samt fyrir að þið komist ekki því það er búið að loka vegunum. Sem betur fer sýna því flestir skilning, en oft fá þeir sem sinna vegunum bara skít og skömm og kallaðir nöfnum sem varla eru birtingarhæf. Þetta er ekki leikur hjá okkur, langt í frá. Við erum í vinnu, vinnu sem þarf að vinna, vinnu sem einhver annar munu vinna ef ég geri það ekki. Það eru um 200 manneskjur á íslandi sem vinna við snjómokstur á vegum. Við erum að vinna í öllum veðrum við allar mögulegar aðstæður, alla daga, sunnudaga, jól, áramót, páska. Alla daga frá 15. september til 15. maí (breytilegt eftir hvaða vegir það eru). Við leggjum allt á okkur svo þið komist í mat til mömmu, afmæli, vinnuna, bíó eða hvert sem þið eruð að fara. Þegar veðrið er virkilega vont, ekkert ferðaveður og ekkert vinnuveður erum við samt í vinnunni svo þið komist eins fljótt af stað og mögulegt er eftir að veðrið lagast. Við erum partur af því að þið, ættingjar og vinir komist undir læknishendur þegar veður er vont.“

- Auglýsing -

Jón Þór er önnur kynslóð í starfinu og má segja að hann hafi alist upp í því. „Pabbi sá um snjómokstur í uppsveitum Árnessýslu frá 1988 til 2000 og þá var ég mjög mikið með honum í bílnum.“

Í færslunni bendir Jón Þór á að ekki sé verið að tefja vegfarendur af ásettu ráði, heldur eingöngu verið að gera ferðalagið öruggara. Biður hann vegfarendur um að gera sér greiða og sleppa því að öskra, gefa mokstursmönnum puttann eða negla niður fyrir framan snjómokstursbíl.

„Þó við séum á litlum hraða eða á miðjum vegi erum við ekki að reyna tefja ykkur. Við erum að reyna gera ferðalagið þitt eins öruggt og við getum. Gerið mér greiða. Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttana eða negla niður beint fyrir framan snjómokstursbíl þó við höfum verið að tefja ykkur. Við erum að þessu fyrir ykkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -