• Orðrómur

Jón Þröstur var myrtur samkvæmt Írum – Íslenskur glæpamaður sagður hafa myrt hann í tryllingskasti

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Írskir fjölmiðillinn Sunday Independent fullyrðir að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf á Írlandi í fyrra, hafi verið myrtur af öðrum Íslendingi vegna ósættis um peningamál á pókermóti. Jón Þröstur var staddur í Dublin til að taka þátt í slíku móti.

Vísir greinir frá þessu og vitnar í fyrrnefndan fjölmiðil. Íslenski maðurinn sem liggur undir grun er sagður vera í haldi lögreglunnar á Íslandi. Jón Þröstur hvarf í Dublin á Írlandi í febrúar í fyrra og ekkert hefur spurst til hans síðan.

Fjölskylda hans leitaði í borginni svo vikum skipti en fáar vísbendingar fundust um afdrif hans. Svo virtist sem hann hafi horfið sporlaust í stórborginni. Þangað til núna.

Samkvæmt frétt Sundey Independent var lögreglunni á Íslandi tilkynnt að Jón hafi tekið þátt í ólöglegu pókermót kvöldið áður en hann hvarf. Þar á hann að hafa tapað dágóðri upphæð, ríflega hálfri milljón króna.

Þetta hafi þó ekki verið peningur í hans eigu heldur íslensks afbrotamanns. Sá maður liggur nú undir grun en fjölmiðillinn tekur fram að talið sé að Jón hafi ekki verið myrtir að yfirveguðu ráði heldur af gáleysi. Maðurinn hafi reiðst og því hafi farið svo.

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -