- Auglýsing -
Jón Viðar Jónsson er skotfastur með pennann, ef svo mætti segja, og nú tekur hann Íslensku Óperuna fyrir:
„Hvað er eiginlega að frétta af Íslensku óperunni? Hún endursýnir gamla sýningu á hinni óútslítanlegu La Traviötu nú eftir nokkra daga – en síðan er, ef marka má heimasíðuna, engin starfsemi fyrr en einhvern tímann á næsta ári – jafnvel ekki fyrr en næsta vor?! skrifar gagnrýnandinn þekkti og bætir við“:
„Við Óperuna starfa fimm einstaklingar auk óperustjórans og eru þau öll titluð sem einhvers konar stjórar, þannig að ekki verður aðgerðarleysið skrifað á starfsmannaskort!!“
Heldur áfram:
„Eða vantar þau kannski undirmenn til að stjórna? Og meðal annarra orða: er þetta fólk allt saman á fullu kaupi? Og hvert er framlag ríkisins – er það ef til vill hætt að styðja þessa starfsemi – og hefur hugsað sér að láta útförina fram í kyrrþey? Það hlýtur að vera meira en kominn tími til að Óperan – og raunar ekkert síður stjórnvöld – geri hreint fyrir sínum dyrum og skýri okkur frá því hvernig hér sé í pottinn búið og hverjar séu raunverulegar framtíðarhorfur óperulistar á Íslandi.“