Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Jónas rassskellir sérfræðingana í SA og Íslandsbanka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónas Atli Gunnarsson, blaðamaður Kjarnans og ritstjóri Vísbendingar, gerir lítið út málflutningi sérfræðinga Samtaka Atvinnulífsins, SA, og Íslandsbanka vegna launahækkana í samfélaginu.

Það gerir Jónas í pistli þar sem hann segir sérfræðingana misskilja þjóðfélagsaðstæður. Hann bendir meðal annars á að meðallaun í landinu hækki í kórónuveirufaraldrinum þar sem fjöldi starfa í láglaunageirum, til dæmis í ferðaþjónustu, hafi tapast. „Hækkun með­al­launa og launa­vísi­töl­unnar ætti alls ekki að koma á óvart þessa stund­ina, heldur er hún bein afleið­ing af yfir­stand­andi efna­hags­á­standi. Með öðrum orð­um: Launin hafa ekki hækkað þrátt fyrir krepp­una heldur einmitt vegna henn­ar. Það er eðli­legt að með­al­laun hækki þegar lág­launa­störf, sem ann­ars myndu draga með­al­tal launa nið­ur, fækk­ar. Á sama hátt væri það eðli­legt að með­al­hæð á vinnu­stöðum ykist ef lág­vaxnir væru ekki taldir með. Þró­unin á vinnu­mark­aði er því ekk­ert sér­stök að þessu leyti, heldur við­búin þegar efna­hag­skreppa herjar á tekju­lága,“ segir Jónas.

„Það er nefn­in­lega ekki svo að eig­endur veit­inga- og gisti­staða hafi orðið gjald­þrota á síð­ustu mán­uðum vegna ört hækk­andi launa­kostn­aðar þeirra, þvert á móti.“

Jónas Atli, blaðamaður Kjarnans. Mynd / Skjáskot Kjarninn.

Með röksemdum sínum blæs Jónas á staðhæfingar SA í þá veru að launahækkanir á árinu séu óeðlilegar og ekki sé boðlegt að hækka laun um áramótin eins og kjarasamningar gera ráð fyrir. Hann segir ekki hægt að bera saman þá kreppu sem nú dynur á samfélaginu við hrunið 2008. „Kreppan eftir hrunið var fjár­málakreppa sem kom verst niður fólki sem vann í fjár­mála­geir­anum og á eigna­fólki sem hafði getað tekið sér lán fyrir annað hvort bíl eða íbúð í góð­ær­inu á und­an. Stærsta tekju­fallið í þeirri kreppu var því í atvinnu­greinum þar sem  milli- og hátekju­fólk starfaði, ekki lág­tekju­fólk,“ segir Jónas.

Jónas bendir á að vissulega standi mörg fyrirtæki höllum fæti í faraldrinum, einkum fyrirtæki í ferðaþjónustu og veitingarekstri. Ástæðan fyrir rekstrarerfiðleikum þeirra nú í kreppunni er hins vegar ekki hækkandi launakostnaður. „Það er nefn­in­lega ekki svo að eig­endur veit­inga- og gisti­staða hafi orðið gjald­þrota á síð­ustu mán­uðum vegna ört hækk­andi launa­kostn­aðar þeirra, þvert á móti. Laun starfs­manna í þessum geirum lækkuðu að raun­gildi á öðrum árs­fjórð­ungi og náðu ekki að hækka í takt við verð­bólgu. Launa­hækk­an­irnar eiga sér aftur á móti stað í atvinnu­greinum þar sem fyr­ir­tækj­unum gengur til­tölu­lega vel. Hækkun vísi­töl­unnar er frekar birt­ing­ar­mynd þess mikla ójafn­aðar sem kreppan skap­ar,“ segir Jónas.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -