Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Jónatan fer fram á samhug og tillitssemi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveggja ára drengur slasaðist þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem drengurinn lék sér í. Faðir drengsins, Jónatan Ingi Jónsson, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr og vill biðja almenning að sýna samhug og skilning og  dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan, svo og eigandi bílsins séu í áfalli enda sé áfallið þeim nóg.

Bíllinn skall á rólunni

Slysið átti sér stað í Áslandshverfi í Hafnarfirði sl. sunnudag eins fram kemur á vef visis. Barnaafmæli var í gangi í fjölbýlishúsi og börn við leik við húsið, þar á meðal fimm og tveggja ára systkini þegar mannlaus bíll rann mann niður brekku þar sem börnin voru að leika sér í rólu. Systirinn slapp og hljóp hún hágrátandi að húsinu.

Gekk vel að lyfta bílnum

Í ljós kom að bílstjóri bílsins hafi rétt skotist út til að loka dyrum á öðrum bíl. Bíllinn hafi verið í gangi og ekki í handbremsu eða gír og hafi runnið niður brekku við húsið.

Jónatan heyrði öskur dóttur sinn, hleypur að rólunni og heyrir drenginn sinn gráta undir bílnum. “Það var léttir að vita þá að hann væri á lífi og við byrjuðum að lyfta bílnum ofan af honum“. Ættingjar og vitni tóku þátt í lyfta bílnum sem tók nákvæmlega 53 sekúndur að ná honum undan bílnum“ segir Jónatan.

- Auglýsing -

Heppni að fagmenn voru á staðnum

Drengurinn var með meðvitund en smá blæðingar og skurði en segir Jónatan að mikil heppni hafi verið björgunarsveitarmaður og læknir sem veittu strax fyrstu hjálp og gekk ferlið ótrúlega vel. Farið var með drenginn á sjúkrahús, gert að sárum hans en í ljós kom meðal annars sprunga við hægra eyrað sem liggur undir augað.

“Það grær og er ekki alvarlegt að sögn lækna. Það er búið að rannsaka hann hátt og lágt síðustu tvo daga og hann virðist ekki hafa meiðst annars staðar fyrir utan skrámur. Hann  útskrifaðist fyrr í dag af gjörgæslu og liggur nú á barnadeild Landspítalans. Hann hreyfir sig og sparkar í bolta,“ segir Jónatan glaður í bragði og segir að um hreint kraftaverk sé að ræða.

- Auglýsing -

Leita ekki sökudólgar

Jónatan segir að allir viðstaddir hafi fengið mikið áfall en Rauði krossinn hafi mætt á svæðið hálftíma eftir slysið og veitt áfallahjálp. Fjölskyldan hafi fengið mikið áfall en vel sé haldið utan um alla. Þar sem drengurinn hafi sloppið svona vel líði öllum mun betur núna.

Jónatan er afar þakklátur fyrir að ekki fór ver og segist ekki leita af sökudólgum. Hann sé þó svekktur út í Hafnarfjarðarbæ sem hafi vitað af þessari slysagildru á svæðinu. „En það er engin reiði í gangi, um er að ræða mannleg mistök en það er staðreynd að fleiri bílar hafa runnið niður brekkuna, þó ekki á nákvæmlega sama stað“.

„Það er engin reiður. Mannleg mistök gerast. Ef það er eitthvað, þá er maður svekktur út í Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa gert öryggisráðstafanir á bílastæðinu þarna sem bíllinn fór niðu. Það hafa fleiri bílar runnið niður brekkuna, þótt það sé ekki nákvæmlega á þessum stað. Það fór til að mynda einn bíll þarna niður í gær og rann á staur,“ segir Jónata .

Sýnið tillitssemi

Slysið náðist á myndavél og hefur verið í dreifingu. Það er óhugnalegt og sýnir bbílinn koma á mikilli ferð og skella harkalega ofaná barninu. Jónatan biðlar til fólks að vera ekki að dreifa því.

„Hugsið til þeirra sem lentu í þessu. Líka til bílstjórans sem átti bílinn. Honum líður örugglega ömurlega, jafn illa og okkur. Vonandi fær hann þá hjálp sem við höfum verið að fá. Þá langar mig að biðja fólk að vera ekki að dæma bílstjórann, þetta eru mannleg mistök og einhverjir harkalegir dómar um hann eru bara ógeðslegir“. segir Jónatan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -