Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Jón Viðar hraunar yfir Kötlu Baltasars: „hreinlega farið að finnast þetta fyndið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Jón Viðar Jónsson gagnrýnir hefur nú sett fram sitt mat á sjónvarpsseríunni Kötlu eftir Baltasar Kormák. Það gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og er ljóst að kappanum er síður en svo skemmt.
Jón Viðar kveðst hafa eytt þjóðhátíðarkvöldinu í að horfa á þættina og segir hann að kvöldinu hafi geta verið varið betur og heldur svo áfram: „því að þetta er einhver mesti fyrirgangur sem sést hefur í íslensku sjónvarpi. Hávaðinn ærandi, tónlistin yfirþyrmandi (fín út af fyrir sig en herfilega ofnotuð), gosdrunur, læti í vélum, það var lítið eyrnagaman að láta þetta bylja á hlustum. Leikmynd og myndataka auðvitað smart eins og við er að búast – en til hvers er að vera smart ef hið mannlega drama nær ekki máli – og því fer víðs fjarri að það geri það hér. Ef Baltasar væri nú bara að segja spennandi sögu með tilheyrandi eðlilegum og sjálfsögðum klisjum, en nei, onei, nú virðist Balti telja sig vera orðinn sálfræðileikstjóri, svona eins og Ingmar Bergman (kannski Bergman afturgenginn úr jökulsprungu?!“.
Jón Viðar kallar þættina steypu og segir að inni á kvikmyndavefnum imbd.com séu flest ummælin gagnrýnin  um Kötlu. ÞAr sé helst kvartað yfir þunglamalegri sögunni sem og að efnið sé hreinlega ekki nægt í svo langa sjónvarpsseríu. Jón Viðar bætir þessu við: „En ég verð að bæta því við að þegar nær dró lokum var mér hreinlega farið að finnast þetta fyndið, og það flögraði iðulega að mér að hér væri komin ágætis uppistaða í næsta áramótaskaup, þá gjarnan með tengingu við Reykjanesgosið: allir væru rorrandi í einhvers konar gosvímu, mætandi sjálfum sér eða sínum nánustu á ýmsum aldursskeiðum og útgáfum, ég er viss um að snjallir sjónvarpskómíkerar gætu fengið eitthvað út úr þeirri hugmynd. Síðasti þátturinn, þegar höfundurinn hnýtir loks saman þræðina sem hafa verið að þvælast hver um annan í fyrri þáttum, er svo stórkostlegt melódrama að leitun er á öðru eins, jafnvel í hinni fábrotnu og á margan hátt ófrumlegu kvikmyndamenningu okkar Íslendinga“.
Jón er þó jákvæður í garð leikaravals og segir það vel heppnað og fagnar því að sjá ný andlit og nýleg innan um þau gömlu. Hann bætir því þó við að löngu nóg sé komið af Þorsteini Bachmann og Ingvari E. Jón Viðar lofar einn leikara og tekur svona til orða: „Einn leikari kom raunar virkilega og ánægjulega á óvart, og það er litli drengurinn, Hlynur Harðarson, sem mun hafa leikið einu sinni áður í bíómynd, hann var bara alveg svakalega góður í sínu hlutverki – sem er extra lofsvert þar sem sá þáttur myndarinnar er í meira lagi götóttur í handriti. Það er út af fyrir sig kúnst að ná fram góðum leik hjá börnum, svo að leikstjórinn má vel fá stjörnu fyrir það“.
Jón Viðar gefur svo Kötlu einkunn í stíl imbd.com og segir að frá 1 upp í 10 hljóti Katla 2 og þar að auki ekki nema  eina og hálfa stjörnu.
„Það er sorglegt að sjá svona mikilli fagkunnáttu og svona miklum fjármunum sóað í svo lítilfjörlegt efni. Og maður þarf helst að fá sér góðan skammt af einhverju sem er skemmtilegt og manneskjulegt og trúverðugt og grípandi til að jafna sig“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -