Sunnudagur 14. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Jónína hefur fengið nóg af Plágunni miklu – „Sýnir að það sé ekki covid heldur hlaupahjól“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónína nokkur, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur fengið nóg af því sem hún kallar Pláguna miklu“. Á hálftíma gönguferð um Þingholtin gekk hún fram á fjölda hlaupahjóla sem skilin höfðu verið eftir á miðjum gönguleiðum.

Jónína fjallar um reynslu sína í hópi hverfisbúa á Facebook:

„Plágan mikla! Afrakstur hálf tíma gönguferðar um Þingholtin og kringum Tjörnina,“ segir Jónína og birtir nokkrar myndir af illa frálögðum hlaupahjólum í miðbænum,

Skiptar skoðanir eru meðal hverfisbúa um hversu mikil plága þessi hlaupahjól eru. Sumir taka undir gagnrýni Jónínu á meðan aðrir segja þetta ekkert til að gera veður yfir. Jón tekur undir með henni og gerði sína eigin könnun nýverið. „Taldi þessi hjó á göngu frá Hlemmi niður í Kvos. Talan var 178, þ.a. voru tvö hjól í notkun,“ segir Jón.
Kristján er heldur ekki hrifinn. „Fer aðallega í taugarnar á mér ef hjólin eru sett fyrir heimreið eða skilin eftir á miðri gangbraut…(færði hana, þar sem blindur maður var að ganga 10 metra fyrir aftan mig),“ segir Kristján.

Henrik veit alveg hverjir það eru sem ganga svona um. „Er þetta ekki bara sama fólkið sem kann ekki að ganga frá innkaupakerrum sínum í búðunum….,“ segir Henrik.

- Auglýsing -

Sveinn segir að ökumenn hjólanna séu vandamálið. „Mér dauðbrá þegar unglingur kom á svona hjóli á fleygiferð yfir gatnamót Holtsgötu og Framnesvegar án þess að hægja á sér en ég var á reiðhjóli og gat stoppað og forðað árekstri. Ég spurði hann hvort hann vissi hvað biðskyldan sem hann braut þýddi en kom að tómum kofanum. Flestir þverbrjóta umferðarreglur, aka gegn einstefnu o.s.frv. Þetta er því miður stjórnlaus þróun,“ segir Sveinn.

Sigurveig er eiginlega á báðum áttum. „Það er ferlegt að sjá hvernig þau eru oft skilin eftir. Fínt að fólk sé að nota þau, en….að skilja þau eftir á miðri gangstétt er ekki í lagi,“ segir Sigurveig.

Arndís blæs á umræðuna. „Hversu neikvæður þarf maður að vera til að láta þetta fara í taugarnar á sér? Bílar eru miklu meiri plága,“ segir Arndís ákveðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -