2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Judy tekjuhæst með 18,4 milljarða

Judy Sheindlin stýrir þættinum Judge Judy með 18,4 milljarða í árslaun.

Viðskiptatímaritið Forbes hefur nú birt lista yfir tekjuhæstu þáttastjórnendur ársins.

Judy Sheindlin, sem stýrir þættinum Judge Judy, trónir á toppi nýjasta lista Forbes yfir tekjuhæstu þáttastjórnendurnar. Hún var með upphæð sem nemur 18,4 milljörðum króna í laun fyrir skatt miðað við núverandi gengi. Þættirnir Judge Judy eru sýndir á CBS. Núna er verið að sýna tólftu seríu.

Meðylgjandi er svo listi yfir þá þáttastjórnendur sem verma fimm efstu sæti lista Forbes.

5. Grínistinn Steve Harvey er í fimmta sæti með 5,5 milljarða. Hann er þekktastur fyrir að vera kynnir spurningaþáttarins Family Feud.

AUGLÝSING


4. Ryan Seacrest er í fjórða sætinu með 9,3 milljarða. Hann náði miklum vinsældum þegar hann var kynnir American Idol. Í dag er hann framleiðandi Keeping Up with the Kardashians og annar kynnirinn í morgunþættinum Live with Kelly and Ryan.

3. Dr. Phil McGraw er í þriðja sætinu með 9,7 milljarða í laun á ári.

2. Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er í öðru sæti með tæpa 11 milljarða í árslaun.

1. Judy Sheindlin trónir á toppnum með 18,4 milljarða.

Tekið skal fram að listinn tekur mið af þeim tekjum sem þénaðar voru frá júní 2017 til júní 2018. Um laun fyrir skatt og launatengd gjöld er að ræða.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is