Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Júlíus þakkar tárvotur nágrönnunum eftir leit að dóttur hans: „Njarðvík er mjög góður staður!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júlíus Sigurjónsson, íbúi í Njarðvík, á varla til orð yfir nágrönnum sínum sem fylktu liði um helgina í leit að dóttur hans. Það gerðu þeir án þess að Júlíus þekkti til þeirra því hann er nýfluttur í hverfið.

Júlíus segir frá upplifun sinni í hverfishópi íbúa á Facebook. „Jæja gott fólk stelpan okkar semsagt týndist áðan en hún ætlaði rétt að skreppa til vinkonu sinnar í þar næstu íbúð en þegar ég ætlaði þangað að sækja hana í mat cirka klukkutíma síðar var enginn þar en þá hafði litla skottan tekið ákvörðun um að fara til annara vinkonu án þess að láta okkur vita og áttaði sig að sjálfsögðu ekki á hvað hún væri að gera þrátt fyrir að við biðjum hana alltaf að láta vita ef hún fer eithvað annað,“ segir Júlíus.

Í færslu sinni kemur Júlíus inná það að hann er nýfluttur til Njarðvíkur með fjölskylduna og því þekki þau ekki marga nágranna. „Við sitjum hérna heima með tárin í augunum yfir því hvað komu margir að hjálpa okkur að leita!! Fólk sem við þekkjum ekki neitt og vitum engin deili á!! Það var komið fullt af fólki út að labba og eins að leita á bílum!! Þetta er alveg magnað og við getum ekki með nokkru móti líst því hversu þakklát við erum ykkur sem lögðu það á ykkur að hjálpa til,“ segir Júlíus og bætir við:

„En þetta litla skass var semsagt bara inni hjá vinkonu sinni að leika og fannst eftir að við ákváðum að ganga hreinlega mjög skipulagt í öll hús og íbúðir allt í kringum okkur og amaði ekkert að henni sem betur fer. Skal viðurkenna að hjartað var aðeins farið að slá hraðar þó svo að við værum nokkuð viss um að hún væri einhver staðar inni og allt væri í lagi. En,enn og aftur þúsund þakkir allir sem hjálpuðu og Njarðvík er greinilega mjög samheldið samfélag og góður staður til að búa á!! Ég segi bara aftur með tárvot augun yfir hjálpsemi ykkar!! Takk aftur og aftur allir! Þið eruð frábær öll sömul.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -