Júní sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga

Deila

- Auglýsing -

Meðalhiti á heimsvísu í júní var sá heitasti frá upphafi mælinga. Á sama tíma hefur íshellan á Suðurskautslandinu aldrei mælst minni.

Bandaríska haf- og loftlagsstofnunin greinir frá því að meðalhiti á jörðinni hafi mælst 16,4 gráður í júní og hefur hitinn aldrei mælst hærri. Þetta er rakið til mikilla hita í hluta Evrópu, Rússlandi, Kanada og Suður-Ameríku.

Útlit er fyrir heitan júlímánuð líka því von er á mikilli hitabylgju í Bandaríkjunum á næstu dögum aþr sem hitinn getur náð upp í 44 gráður.

Mælingarnar hófust árið 1880 og var fyrra hitamet slegið í júní 2016. Raunar hafa níu af 10 heitustu júnímánuðum verið á undanförnum níu árum og segja vísindamenn að ekkert lát verði á hlýnunni vegna loftlagsbreytinga.

- Advertisement -

Athugasemdir