Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kærður fyrir tilraun til manndráps – Hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtugur karl hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, sem og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að ráðast aftur og aftur að fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, með öxi á bílastæði við Dalskóla í Úlfarsárdal seint á síðasta ári.

Það er héraðssaksóknari sem hefur gefið út ákæruna; karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var tekinn höndum þann 29. nóvember síðatliðinn.

Í ákærunni kemur fram að öxin hafi verið með 12 sentímetra löngu blaði, og að maðurinn hafi slegið konuna með öxinni í höfuð hennar; grýtt henni í jörðina; átt í átökum við hana þangað til hún komst undan; leitaði skjóls inni í skólanum.

Maðurinn ógnaði lífi, heilsu og velferð barnsmóður sinnar á afar alvarlegan og sérlega sársaukafullan og meiðandi hátt, eins og segir í ákærunni.

Hlaut konan opið sár á höfði, einnig brot á höfuðkúpu sem og andlitsbeinum; mar og sár á upphandlegg.

Einnig er manninum gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bifreið konunnar með öxinni áðurnefndu.

- Auglýsing -

Urðu skemmdirnar það miklar að bíllinn eyðilagðist hreinlega; eins segir í ákærunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar sem og greiðslu sakarkostnaðar.

Til vara er farið fram á að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, og líka er gerð krafa upp á 4,5 milljónir íslenskra króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna; einnig tvær milljónir króna vegna tjóns á bíl konunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -