KALDA-skór á tískupalli Rihönnu

Deila

- Auglýsing -

Íslenska skómerkið KALDA tók þátt í tískusýningu Rihönnu á dögunum.

 

Tónlistarkonan og hönnuðurinn Rihanna frumsýndi nýja Savage x Fenty-nærfatalínu á tískuvikunni í New York fyrr í mánuðinum. Sýningin hefur fengið mikið viðbrögð og þótti einstaklega flott.

Mikil leynd ríkti yfir sýningunni og voru áhorfendur beðnir um að skilja símana eftir við innganginn. En þegar myndir og myndbönd frá sýningunni litu dagsins ljós hafa eflaust einhverjir tískuunnendur tekið eftir að íslenska hönnun mátti sjá á sviðinu.

Um skó frá íslenska merkinu Kalda er að ræða. Tvær skótýpur mátti sjá á sviðinu, það er Alba og Simon mini.

Stílistinn Jacob K sá um að stílisera sýninguna.

https://www.instagram.com/p/B2zehBsA4mv/

https://www.instagram.com/p/B2kFeC6FQe4/

- Advertisement -

Athugasemdir