Kanye West vill verða forseti Bandaríkjanna

Deila

- Auglýsing -

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar í forsetaframboð.

West tilkynnti þetta á Twitter seint í gær og lét m.a. þau orð falla að fólk verði að gera sér grein fyrir fyrirheitum Ameríku og leggja traust sitt á Guð.

Tónlistarmaðurinnn segir lítið meira um málið og eru ýmsir erlendir fjölmiðlar þegar farnir að draga í efa að hann hafi fyllt út öll gögn til að geta boðið sig fram.

Fjórir mánuðir eru þar til kosningar fara fram í Bandaríkjunum.

- Advertisement -

Athugasemdir