Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sunna Karen ætlaði að kaupa innanlandsflug: „Það væri ódýrara að kaupa flug til Marokkó“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni sagði frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að henni hafi heldur betur brugðið í brún er hún hugðist kaupa sér flugmiða til Egilsstaða.

Sunna ætlaði að kaupa tvo miða og var gangverðið á hverjum miða 47.500 krónur. Því hefðu farmiðarnir tveir til Egilsstaða kostað hana um 95.000 krónur sem verður að teljast ótrúlega hátt verð fyrir ekki lengra flug. „Það væri ódýrara að kaupa flug til Marokkó“. Það er ekkert nýtt að verðlag á innanlandsflugi sé verðlagt ákaflega hátt og hefur það verið gagnrýnt í fjölda ára.

Flugtíminn til Egilsstaða er einungis ein klukkustund svo hver einstaklingur væri  að greiða 792 krónur á hverja mínútu í loftinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -