Þriðjudagur 24. maí, 2022
6.8 C
Reykjavik

Kári bjartsýnn á að einangrun heyri brátt sögunni til:„Eða að minnsta kosti að nota það mjög lítið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er á því að von bráðar gætu sóttvarnir og einangranir heyrt sögunni til, nema í undantekningarhlutföllum. Segir hann að gögn sýni að fyllilega sé ástæða til að endurskipuleggja sóttvarnaraðgerðir yfirvalda.

Kári var gestur í Vikulokunum á Rás 1 rétt fyrir hádegi í dag. Kom þar fram hjá honum að breytingar séu að verða á faraldrinum með komu omikrón afbrigðinu. Segir hann að það valdi ekki Covid-19 heldur allt öðrum sjúkdómi. Aðspurður hvort að í ljósi þess, hafi yfirvöld verið á villigötum með aðgerðum sínum undanfarið, segir Kári það ekki rétt því enn sé delta afbrigðið að greinast í fimmtíu manns á dag. Það afbrigði sé mjög illvígt og að okkur hafi tekist á fara skynsamlegan milliveg í sóttvarnaraðgerðum.

„Ég held að við höfum verið mjög heppin með hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag, en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta og ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti að nota það mjög lítið,“ segir Kári Stefánsson.

Segi hann einnig að það mætti hugsa sé að hyggilegt að vera með smitrakningu hjá þeim sem fá delta afbrigði en með færri skimunum næðist ekki til fleiri eða allra þeirra sem greinast með það afbrigði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -