Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Kári: „Ég er al­gjör­lega ó­sam­mála Þór­ólfi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mér finnst þetta að mörgu leyti vera tíma­bær at­huga­semd,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Bjarni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það komi til greina að íslensk stjórnvöld veiti bráða­leyfi fyrir notkun nýrra bólu­efna gegn COVID-19. Kári segir í samtali við Fréttablaðið að þetta ætti að kanna, annað væri óskynsamlegt.

„Og í sjálfu sér er allt í lagi að velta því fyrir sér hvort við eigum að veita svona bráða­leyfi fyrir bólu­efnum sem til dæmis Bretar hafa gert og hreyfa okkur hraðar heldur en Evrópu­sam­bandið,“ sagði Kári.

„Ég er ekki að segja að við eigum að gera það en við eigum að minnsta kosti að skoða þetta al­var­lega. Ég sé ekki annað en að það sé neitt annað en já­kvætt að reyna að finna leið.“

Þá bætti Kári við að Íslendingar væru á hættulegum stað í faraldrinum og að honum hafi þótt vænt um yfir­lýsingar Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra og Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra, um að meiri­hluti lands­manna yrði bólu­settur um mitt ár. Kári sagði einnig:

„Og það eina sem við vitum að við fáum fyrir byrjun apríl, eða lok mars eru 50 þúsund skammtar sem duga til þess að bólu­setja 25 þúsund manns, sem eru 6,5 prósent af ís­lenskri þjóð. Sumarið byrjar 22. apríl svo mér finnst það heldur mikil bjart­sýni að reikna með því að á þeim 22 dögum verðum við búin að bólu­setja yfir 50 prósent af þjóðinni í við­bót.“

Á forsíðu Morgunblaðsins er viðtal við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þar sem hann lýsir yfir efasemdum um að til sé sér­fræði­þekking hér á landi til að veita slík bráða­leyfi.

„Ég er al­gjör­lega ó­sam­mála Þór­ólfi. Venju­lega fáum við plögg frá Evrópu­sam­bandinu sem við látum meta hjá okkur en ég er ekki í nokkrum vafa um að það væri hægt til dæmis að fá frá Bretum for­sendur þess að þeir veita bráðabirgðaleyfi fyrir ýmsum bólu­efnum,“ segir Kári og blæs algjörlega á þær áhyggjur og bættir við:

- Auglýsing -

„Þetta er bara upp­gjafaraf­staða. Við eigum alveg að geta eins og hver önnur þjóð skoðað niður­stöður klínískra rann­sókna. Í því felst enginn galdur heldur bara vilji til að rýna í gögn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -