Kári hefði viljað harðari aðgerðir: „Ástandið er svolítið skuggalegt“

Deila

- Auglýsing -

„Minn kvíði er af þeirri gerð að ég hefði viljað enn harðari aðgerðir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu RÚV. „Ástandið er svolítið skuggalegt því það eru sjö aðilar sem eru smitaðir af veiru með sama stökkbreytingamynstrið sem hafa ekki nein sýnileg tengsl. Sá möguleiki er því fyrir hendi að veiran sé komin út um allt,“ bætir hann við.

Kári segir að hann hefði viljað sjá harðari aðgerðir kynntar í morgun, að samkomubannið yrði bundið við tuttugu manns og að vínveitingastöðum yrði lokað. Hann staðfestir að Íslensk erfðagreining sé komin á fullt í að skima fyrir veirunni og segir að best sé að grípa hratt inn í og að það sé öruggt að það beri árangur.  „Það eru smitaðir út í samfélaginu sem þarf að ná til,“ segir Kári.

Hann bendir jafnframt á að bæði landlæknir og sóttvarnalæknir hafi sagt að það verði stigið fastar niður ef þessar aðgerðir sem kynntar voru í morgun beri ekki árangur.

- Advertisement -

Athugasemdir