Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Kári kveðst draga sig í hlé: „Erum ekki í neinu stríði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur átt í samskiptum við forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer með það að markmiði að ná samkomulagi um að fyrirtækið nýti aðstæður á Íslandi til rannsókna á mögulegum aukaverkunum vegna bóluefnis fyrirtækisins. Takist það telur Þórólfur að mun fleiri skammta skili sér til landsins, Íslendingum til heilla. Þá yrði mögulegt að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar setti sig einnig í samband við lyfjafyrirtækið fyrir jól með sama markmið í huga. Þórólfur hafði gert slíkt hið sama, nokkru á undan forstjóranum í Vatnsmýri. Það varð til þess að skeytasendingar áttu sér stað á milli Þórólfs og Kára.

Þeir Kári og Þórólfur hafa nú alfarið slíðrað sverðið og ætla sér að taka höndum saman til að reyna að sannfæra lyfjarisann um að láta Íslendinga fá fleiri skammta af bóluefni en til stendur. Kári greindi frá þessu fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. Þar lýsir Kári yfir að hann standi ekki í stríði við Þórólf og þeir vinni nú náið saman. Þá segir Kári að Þórólfur sé leiðtogi í baráttunni gegn COVID-19.

„Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og ég , Kári Stefánsson , erum ekki í neinu stríði. Við vinnum eins náið saman og verkefnin kalla á. Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer en hef mér það til varnar að því sambandi var komið á í gegnum samstarfsmenn mína í Bandaríkjunum og ég hafði litla stjórn á ferðinni.“

Þá segir Kári einnig:

„Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi.“

- Auglýsing -

Kári bætir við að lokum:

„Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -