• Orðrómur

Kári lætur siðfræðingana heyra það: „Hvar hafa þessir menn verið undanfarna tíu mánuði?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hæðist í aðsendri grein í Fréttablaðinu að pistli eftir fimm íslenska heimspekinga, sem voru efins um að Ísland yrði tilraunaland. Grein heimspekingana hefur elst illa enda voru þeir að gagnrýna nokkuð sem varð aldrei, samkomulag ríkisins við Pfizer um að bólusetja alla þjóðina.

Kári gerir stólpagrín að pistil heimspekingana. „[Pistillinn] byggði að mestu á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir. Síðan bæta félagarnir fimm gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag.

Kári fer yfir ýmislegt vanhugsað í pistli heimspekinganna líkt og að Íslendingar þyrftu tíma til að íhuga slíka rannsókn. „Heimspekingarnir klykkja svo út með því að segja: „Upplýst samfélagsumræða er mikilvægur aðdragandi svona rannsóknar, en hún tekur tíma.“ Hvar hafa þessir menn verið undanfarna tíu mánuði? Þjóðin hefur ekki um annað talað og hugsað en þessa pest. Það er ekkert sem hefur haldið meira fyrir henni vöku, ekkert sem hefur þrengt meira að henni, ekkert sem hefur svipt hana mannréttindum að sama marki. Þess vegna er ekkert í hugmyndinni um rannsókn af þeim toga sem hér um ræðir sem kallar á langa samfélagsumræðu, ef hún stæði til boða gæti þjóðin tekið upplýsta afstöðu í einni andrá eða í mesta lagi á dagparti.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -