Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Kári ósáttur: „Hún kjaftaði frá“ – Danir setja viðræður Íslendinga við Pfizer í uppnám

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þeir eru að öllum líkindum að eyðileggja þetta fyrir okkur.“ Þetta segir Kári Stefánsson um danskan umboðsmann sem braut trúnað. Telur Kári að trúnaðarbrotið verði þess valdandi að viðræður milli Íslendinga og Pfizer um viðbótarbóluefni sigli í strand. Kári segir dönsk sóttvarnaryfirvöld nú ætla lauma sér inn bakdyramegin í von um að fá fleiri skammta fyrir þjóð sína. Má færa rök fyrir því að Danir séu með þessu að stela eða nýta sér hugmynd þeirra Kára og Þórólfs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Kári og Þórólfur hafa í nokkurn tíma freistað þess að semja við Pfizer um að Íslendingar myndu fá bóluefni fyrir nánast alla þjóðina gegn því að fyrirtækið fengi að rannsaka mögulegar aukaverkanir. Bóluefni fyrirtækisins er það fyrsta sem byggir á erfðafræði og mikils virði fyrir hvaða lyfjafyrirtæki sem er að fá að nýta sér erfðamengi Íslendinga til rannsókna.

Kári segir í samtali við Fréttablaðið að dönsk kona að nafni Mette, sem er umboðsmaður Pfizer í Skandinavíu. hafi setið einn fund sem Kári og Þórólfur áttu með vísindamönnum. Þar hafi trúnaðarbresturinn átt sér stað og Metter látið yfirmann sóttvarnarstofnunnar Danmerkur vita hvað fór fram á fundinum. Nú vilja Danir fljóta með og það vill Kára ekki sjá. Kári segir við Fréttablaðið:

„Mette hafði ekki heimild til að segja frá þessu, hún kjaftaði frá, og þeir ætla að reyna að lauma sér inn í þetta á einhvern máta sem ekki er hægt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -