Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kári vill aflétta sóttkví og sleppa einangrun: „Við eig­um bara ekki ann­an kost“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég meina að við eig­um að aflétta sótt­kví og meira að segja sleppa ein­angr­un þeirra sem smit­ast,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Hafði Runólfur Pálsson, yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans greint frá í gær að það þyrfti aðgerðaráætlun um afléttingar og tók Kári undir það.
Taldi Kári afléttingarnar það eina í stöðunni en bætti við að hægt væri að herða aftur á takmörkunum ef illa gengi í kjölfar afléttinga.

„Við eig­um bara ekki ann­an kost. Þetta er orðinn svo lang­ur tími og við get­um raun­veru­lega ekki haldið áfram að halda niðri í okk­ur and­an­um. Við tök­umst á við þetta og sjá­um hvernig geng­ur,“ sagði Kári.
Vert er að taka fram að um 95% þeirra sem greinst hafa smitaðir undanfarið eru með Ómíkron afbrigðið en rest með Delta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -