• Orðrómur

Kári vill breyta sóttvarnaðgerðum: „Við verðum að geta haldið á­fram að lifa í þessu landi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er þeirrar skoðunar að á næstunni þurfi Íslendingar að breyta nálgun sinni á sóttvarnaraðgerðum með það fyrir augum að lifa með kórónaveirunni. Í næstu viku komi einfaldlega í ljós næstu skref í baráttunni þegar fyrir liggur hversu margir bólusettir veikjast illa af veirunni.

Ef raunin verður sú að fái bólusettir verði alvarlega veikir eftir smit þurfa sóttvarnaryfirvöld að breyta nálguninni að mati Kára. Þá gangi ekki að beyta samskonar sóttvarnaraðgerðum og hingað til heldur leggja þess í stað aðaláherslu á verndun viðkvæmustu hópanna.

„Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upp­lýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólu­settir og við vitum raun­veru­lega ekki hversu stór hundraðs­hluti af þeim verður raun­veru­lega lasinn. Það er ó­mögu­legt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim að­ferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið á­fram að lifa í þessu landi,“ segir Kári.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -