2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Karl Bretaprins leiðir Meghan upp að altarinu

Karl Bretaprins leiðir leikkonuna Meghan Markle upp að altarinu á morgun þegar hún gengur að eiga son Karls, Harry prins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Faðir Meghan, Thomas Markle, kemur ekki í brúðkaupið þar sem hann er nýbúinn að gangast undir hjartaaðgerð.

Sjá einnig: Pabbi mætir ekki í brúðkaupið.

Móðir Meghan, Doria Ragland, fylgir dóttur sinni í brúðkaupið sem fer fram í kappellu heilags Georgs í Windsor. Þá hittir Doria drottninguna í fyrsta sinn, en hún hefur nú þegar verið kynnt fyrir Karli og Vilhjálmi Bretaprins.

Athöfnin verður sýnd í beinni útsendingu klukkan 10.10 á RÚV.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Hér er gestalistinn í konunglega brúðkaupinu.

Mikið hefur verið skrifað um föður Meghan, eftir að hann sviðsetti myndatöku. Stuttu síðar fékk hann hjartaáfall. Leikkonan gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist vona að faðir hennar fengi næði til að huga að heilsunni.

Meghan eyðir síðustu nótt sinni sem ógift kona með móður sinni á lúxushótelinu Cliveden House í Buckingham-skíri. Harry gistir hins vegar með bróður sínum í Ascot.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is