2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Karl Gauti gagnrýnir „viðvarandi skort á læknum“

„Hinn mikli og viðvarandi læknaskortur víða úti á landi hefur skapað einhvers konar vertíðarstemmningu þar sem dugmiklir læknar koma við í mýflugumynd og taka tarnir.” Þetta sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, á alþingi í gær. Þá líkti hann læknaþjónustu út á landi við komu vorskipa fyrr á öldum.

„Mætti líkja komu þeirra við komu vorskipanna hér fyrr á öldum þar sem spenntir íbúar flykkjast að þegar til þeirra sést,” sagði þingmaðurinn.

„Víða úti á landi er mikill og viðvarandi skortur á læknum, svo ég tali nú ekki um sérfræðilækna.” Þetta sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, á alþingi í morgun. Þá líkti hann læknaþjónustu út á landi við komu vorskipa fyrr á öldum.

Karl Gauti kom inn á bágborna stöðu bráðaþjónustu á Suðurlandi og tók Vestmannaeyjar sem dæmi. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur margoft ályktað um læknaskort og að læknaþjónustu væri ábótavant í Eyjum.” Skortur á sónarþjónustu fyrir verðandi mæður, skurðlæknaþjónustu, sjúkraflugsþjónustu, bráðaþjónustu og augnlæknaþjónustu.

Íbúar hjúkrunarheimilisins Hraunbúðir skora á stjórnvöld að bæta úr augnlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum. „Þau segja að augnlæknir hafi ekki komið lengi til Vestmannaeyja og hafa áhyggjur af ástandinu. Þau segja að það kosti ómælt umstang og erfiðleika að þurfa að ferðast til þess eins að fá jafn sjálfsagða þjónustu og augnlæknaþjónusta er,” sagði Karl Gauti.

AUGLÝSING


„Við verðum að standa okkur betur fyrir gamla fólkið í landinu. Það á ekki að þurfa að ferðast yfir sjó og land til að fá jafn sjálfsagða þjónustu og augnlæknaþjónustu,” sagði Karl Gauti í lok ræðunnar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is