Karl niðurlægði Kolbrúnu: „Er þetta ljótasta skyrta sem hefur sézt í sjónvarpi? Hlýtur að vera met“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn þaulreyndi blaðamaður og ritstjóri, Karl Th. Birgisson, skapaði sér miklar óvinsældir með því að smána klæðaburð Kolbrúnar Bergþórsdóttur, í Kiljunni. Karl birti skjáskot af Kolbrún á Facebook-síðu sinni þar sem hún er í Kiljunni á RÚV, klædd gallaskyrtu í dökkbláum og bláum tónum. Karl spyr:

„Er þetta jafnljótasta skyrta sem hefur sézt í sjónvarpi?“

Karl og Kolla hafa starfað saman og Karl veltir fyrir sér hvort eitt af því sem leiddi þau saman, hafi verið að þeim hafi staðið á sama um klæðnað annars fólks og „sýndu þvílíku engan áhuga né hvað það fólk hafði að segja. Þá segir Karl að Kolbrún setji met í að klæðast ljótustu skyrtu sem sést hafi í sjónvarpi. Orðrétt sagði Karl:

„Þetta hlýtur samt að vera einhvers konar met. Fjandinn hafi það.“

Nokkuð hljótt var yfir þræðinum fyrst til að byrja með. Kristinn Hugason, fyrrverandi deildarstjóri í Atvinnuvegaráðuneytinu og Sjálfstæðismaður sagði um Kolbrúnu: „Hef heyrt notað orðið fuglahræða.”

Skjáskot af vef RÚV / Kiljan

En svo brustu flóðgáttir og fékk Karl yfir sig holskeflu af skömmum fyrir að svívirða Kolbrúnu fyrir klæðaburð. Valgerður Bjarnadóttir sagði: „Nú hefurðu hvorki mikið til málanna að leggja né góðan smekk, ættir bara að fá þér smók og láta öll skrif eiga sig þegar þú ert í þessu skapi.“

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason stakk uppá að Karl fengi sér vinnu. Bubbi Morthens sagði Kollu velja sín föt af smekkvísi og sé alltaf með sinn stíl.

Skjáskot af vef RÚV / Kiljan

„Þessi flík er flott. Þú kalli hins vegar, hefur aldrei geta falið hversu hégómlegur þú ert, þegar kemur að því hvernig þú klæðir þig. Kolla er smart í sínu.“

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Sverrisdóttir fannst þessi opinbera smánun ósmekkleg.

„Smart að opna þráð sem kallar á ósmekkleg komment um vinkonu þína. Kolla er alltaf flottust!“

Skjáskot af vef RÚV

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -