Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Karl Th um 90 ára afmæli Guðbergs: „Er ekki vænlegra að skrifa um áhrifavalda sem auglýsa gloss?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbergur Bergsson rithöfundur fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær. Karl Th Birgisson blaðamaður er hissa á að lítið hafi verið fjallað um afmæli Guðbergs, sem er án efa með merkari rithöfundum íslenskrar bókmenntasögu.

Segir:

„Fólk undrast eðlilega hvers vegna stórafmæli Guðbergs eru ekki gerð skil í fjölmiðlum. Ég undraðist líka hvers vegna ekki var fjögurra síðna blaðauki um Hrafn í Mogganum, sem var þó eiginlega skilgetið afkvæmi blaðsins. Svarið við hvoru tveggju er sennilega flókið.“

Bætir við:

Guðbergur Bergsson.

„Eitt klisjusvarið er yngra fólk á ritstjórnum, sem ber ekki skynbragð á söguna né heldur að það sem er sagt núna verður mikilvæg sagnfræði eftir 30-40 ár. Mikilvægari skýring (og nú myndi Guðbergur glotta) er markaðurinn. Það er dýrt að stækka blöð og hver vill auglýsa í kringum mærð um Guðberg eða lýsingar á Hrafni?

Er ekki vænlegra að skrifa um áhrifavalda sem auglýsa gloss?“ spyr Karl Th og heldur svo áfram:

- Auglýsing -
Katharine Graham.

„Sem dregur okkur að annarri skýringu. Eigendum fjölmiðla. Það er kúnst að eiga fjölmiðil, ekki síður en að skrifa þá. Þar þarf nefnilega fleira að komast að en debet og kredit. Lesið ævisögu Katherine Graham á Washington Post, sem stóð með sínu fólki í gegnum Watergate þótt nánast gervallt valdakerfið, stjórnmálamenn og auglýsendur, væri í símanum og hótaði öllu illu.“

Segir að lokum:

„Þó er þetta ekki einhlítt heldur. Ríkisútvarpið – sem ætti að vera óháð markaðnum, en er það ekki, og þar sem ennþá eru fáeinir sem vita sitthvað um sögu og menningu – hefði fyrir tveimur árum átt að hefja undirbúning þátta um Guðberg. En ekki einu sinni þar er minnzt á einn af okkar helztu núlifandi höfundum. Og nú er ég orðinn alveg uppiskroppa með skýringar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -