Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Karl tjáir sig um samfélagsmiðlalífið: „Ég þekki mína konu og veit að Tobba fer ekkert lengra en ég myndi sætta mig við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólatónleikar Baggalúts eru ómissandi hluti aðventunnar hjá mörgum og hljómsveitin mun ekki bregðast aðdáendum sínum í ár, frekar en vanalega. Liðsmenn Baggalúts, þeir Bragi Valdimar Skúlason og Karl Sigurðsson, eru komnir í jólagírinn og ætla að fitja upp á alls kyns nýjungum á tónleikunum í desember með félögum sínum. Þeir vilja ekki gangast við því að vera orðnir minna beittir í textaskrifum með árunum, þótt vissulega séu þeir orðnir ráðsettir heimilisfeður og farnir að velta meira fyrir sér orðvali og áhrifum textanna á börnin sín.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræða þeir samstarfið, vináttuna, aðventuna og margt fleira, og þá ekki síst hvað fjölskyldum þeirra, konu og börnum, finnst um þetta brölt þeirra.

Talandi um brúðkaupið á Ítalíu í sumar; hvernig er að vera orðinn löggiltur herra Tobba Marinós, Karl?

„Það er bara mjög ánægjuleg og góð tilfinning,“ svarar hann strax. „Okkur var bent á það á heimleiðinni úr brúðkaupinu að nú bærum við fimmtíu prósent ábyrgð á gerðum hvort annars og það þýddi ekkert að reyna að benda á hitt þegar eitthvað kæmi upp á. Það er mjög góður punktur.“

Tobba er oft ansi opinská um líf ykkar í bloggi og á samfélagsmiðlunum, hefur þér aldrei brugðið við það sem hún skrifar?

„Nei, nei,“ segir Karl sallarólegur. „Ég þekki mína konu og veit að hún fer ekkert lengra en ég myndi sætta mig við. Hún ber það líka stundum undir mig hvort það sé í lagi að hún segi frá þessu eða hinu, þannig að hún virðir alltaf mín mörk.“

- Auglýsing -

Þið eruð á fullu á alls kyns vígstöðvum, hvað finnst konunum ykkar og fjölskyldum um þetta stanslausa brölt á ykkur? Eru þau ekkert orðin þreytt á því að þið haldið bara til í Háskólabíói allan desember, til dæmis?

Bragi: „Konan mín, Þórdís Heiða Kristjánsdóttir, er alveg gjörsamlega búin að fá nóg af þessu. (Skellihlátur). En í alvöru þá bjargast þetta nú allt. Það er ekki eins og við gröfum okkur í fönn í heilan mánuð. Við eigum þrjár dætur og það mætir bara öll fjölskyldan í fjörið baksviðs, þannig að þetta er eiginlega okkar annað heimili í desember.“

Karl: „Já, það má eiginlega segja það sama um mína fjölskyldu. Maður flytur bara með búningafjöld og alls konar dót inn í Háskólabíó í byrjun desember og síðan bara er maður þar. Þannig að þetta leggst svolítið þungt á fjölskyldurnar, en sem betur fer erum við duglegir að vinkla þau inn í þetta og fá þau til að kíkja á okkur og vera á tónleikunum.“

- Auglýsing -

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -