2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Karlar halda þéttingsfast um veskið í íslensku efnahagslífi

Sjötta árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Peningum fylgja enda mikil völd því með þeim er hægt að skapa tækifæri og láta hugmyndir verða að veruleika.

Sjötta árið í röð er niðurstaðan nánast sú sama: Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi. Og halda þar með um valdaþræðina.

Þegar úttekt Kjarnans var fram­kvæmd fyrst, í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Árið 2015 voru störfin 87, karl­arnir 80 og kon­urnar sjö. 2016 voru störfin 92, karlarnir 85 og konurnar sjö. Árið 2017 var niðurstaðan 80 karlar og átta konur. Í fyrra var hún 81 karl og níu konur. Og í ár fjölgaði konunum um eina, voru tíu, en körlunum fækkaði um jafnmarga, og voru 80.

Niðurstaðan er sú að lítið sem ekkert hefur breyst á þessum árum sem þó eiga að teljast einhver þau framsæknustu í jafnréttismálum.

Það vekur athygli að breytingarnar hafa ekki verið meiri þótt að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafi verið í gildi allan þennan tíma. Þau tóku gildi hér á landi að fullu leyti í september 2013. Samkvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­menn að tryggja að hlut­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­sent­­um.

AUGLÝSING


Árið eftir það náði hlut­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­sent. Það var mikil og þörf breyting frá árum eins og 1999, þegar hlutfallið var 9,5 prósent, og 2007, þegar það var 12,7 prósent. En síðan hefur hlutfallið nánast staðið í stað, og heldur farið lækkandi. Í árslok 2017 var það til að mynda 32,6 prósent.

Hægt er að lesa meira um málið á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is