Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Karlmaður fauk um koll og vinnupallar hrundu. Um 70 útköll vegna veðurs í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum í gær vega veðurs. Verkefnin voru um 70 talsins frá því klukkan 22:45 til 04:00 í nótt en var ýmislegt sem fauk þrátt fyrir viðvaranir. Vinnupallar hrundu, kerrur og hjóhýsi fuku til, partýtjald, þakplötur og klæðningar.

Þá barst lögreglunni tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði verið kýldur í andlit og laminn í höfuð með síma, var sá fluttur á Bráðadeild meðsjúkrabíl. Árásaraðilinn var farinn af vettvangi er lögregla kom.

Þrátt fyrir ítrekuð afskipti lögreglu af karlmanni í miðbænum hélt hann áfram að valda ónæði. Lögregla handtók manninn í gækvöld og gisti hann fangageymslu. Maðurinn var í annarlegu ástandi.

Annar karlmaður var handtekinn í miðbæ stutt síðar fyrir að ógna fólki. Gisti sá í fangaklefa lögreglu.

Þá mætti lögregla á vettvang í hverfi 105 en þar hafði verið tilkynnt um mann sem lá á gangstétt. Kom í ljós að maðurinn hafði fokið í rokinu og kenndi til í hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Bráðadeild.

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt umferðarslys á Reykjanesbraut í grennd við Straumsvík. Þar hafði bifreið ekið á ljósastaur en var ökumaður einn í bílnum. Ekki er vitað um meiðsli viðkomandi að svo stöddu en sjúkrabíll mætti á vettvang. Bílinn var töluvert skemmdur og fluttur burt með Króki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -