Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Maður lést á Landspítalanum eftir handtöku lögreglu í nótt: Málið komið inná borð héraðssaksóknara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu um mannslát sem varð í nótt; komu lögregluþjónar að manni í annarlegu ástandi og fluttu hann með hraði á Landspítalann. Þegar þangað var komið missti maðurinn meðvitund.

Tilkynning lögreglu er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var ásamt sjúkraliði kölluð að húsi í austurborginni um tvöleytið í nótt vegna manns sem sagður var í annarlegu ástandi. Lögregla flutti manninn á Landspítalann en rétt áður en þangað kom missti hann meðvitund og fór í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust í kjölfarið en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Maðurinn var á fertugsaldri.“

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs var maðurinn í geðrofsástandi og var hann handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið og lést við handtökuna í nótt.

Málið er því væntanlega komið inn á borð héraðssaksóknara.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði embætti héraðssaksóknara viðvart um málið eins og lög kveða á um. Hulda Elsa Björgvinsdóttur er sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig meira um málið umfram það sem kemur fram í áðurnefndri fréttatilkynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -