Karlmenn fremja glæpi langt umfram það sem gerist með konur, Stór meirihluti þeirra sem ákærðir voru á síðasta ári voru karlmenn, eða um 82 prósent.
Ársskýrsla ríkissaksóknara fyrir árið 2020 sýnir ítarlegar tölur. Af þeim 2.655 sem sættu ákæru voru 2.168 karlmenn og 475 konur. Karlar á glæpabraut eru þannig tæplega fimm sinnum fleiri. Flestir ákærðra voru á þrítugs- og fertugsaldri, 241 á aldrinum 13-19 ára og 121 eldri en 60 ára. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2020.
Fjöldi mála sem afgreidd voru hjá ákæruvaldinu í fyrra voru 9.132. Afgreiðslu mála hefur fækkað um 5,1 prósent frá árinu 2019.
Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru á síðasta ári voru 2.168 karlmenn, eða um 82 prósent. Einungis 475 þeirra, eða 18 prósent , voru konur. Stór hluti brotanna voru auðgunarbrot, eða 1.193, þá voru 880 brot tengd fíkniefnum og 181 brot á vopnalögum.
Að auki voru 325 kynferðisbrotamál, ákært var í 130 af þeim