Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Karlotta Lind tvisvar sökuð um þjófnað í sömu verslun: „Í þetta sinn berháttuð í miðri búðinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Karlotta Lind er búsett á Spáni og er brjáluð út í verslun í bænum sem hún býr. Þar hefur hún tvívegis verið sökuð um þjófnað í búðinni og í gær var hún berháttuð inni í miðri búð.

Karlotta greinir frá þessu inni í hópi Íslendinga sem búsettir eru á Costa Blanca strandsvæðinu á Spáni. „Mér blöskraði svo að ég verð að vera aðra við þessari verslun og meðferð þeirra á kúnanum. Annað skiptið sem ég er ásökuð um að vera stela þarna inni en í þetta sinn berháttuð í miðribúðinni og fékk að standa berfætt á ísköldu gólfinu,“ segir Karlotta og bætir við:

„Þetta er í annað sinn í sömu búðinni og núna var ég raunverulega strippaði gellan mig inn í búðinni. Það var ekki einu sinni farið með mig bakvið þar sem er hlýrra eða neitt. Þetta er rosalega pirrandi því mig langaði til að kaupa fullt af hlutum þarna inni, þú veist. Þetta er til skammar. Allir mínir vinir, alls ekki versla í þessari búð framar.“

Rósa nokkur er ein þeirra sem sem býr á svæðinu og hún ætlar að taka ráðum Karlottu. „Gott að vita af þessu. Ömurleg framkoma. Ég mun ekki versla þarna,“ segir Rósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -