Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Kasólétt kona neydd í flug

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin No Borders segja yfirvöld hafa gert tilraun til að flytja 26 ára albanska konu á 35.-36. viku meðgöngu úr landi í nótt. Var þetta gert þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum hefði mælt gegn því að hún flygi.

Konan var hér á landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára barni.

Samkvæmt upplýsingum frá No Borders hefur ekkert heyrst frá fjölskyldunni síðan kl. 5 í nótt.

Telja þau líklegt að fjölskyldan sé farin úr landi.

Mannlíf hefur reynt að fá viðbrögð hjá ríkisstjórninni og Útlendingastofnun. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, benti á dómsmálaráðuneytið en upplýsingafulltrúi þess, Hafliði Helgason, sagðist engar upplýsingar hafa.

Sagði hann málið á forræði Útlendingastofnunar en benti á aðstoðarmann ráðherra fyrir pólitískt svar. Hafliði staðfesti að ráðuneytinu hefði ekki borist formlegt erindi vegna málsins.

Hvorki Eydís Arna Líndal, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, né Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar hafa svarað í síma.

- Auglýsing -

Samkvæmt No Borders mætti lögregla um kl. 18 í gærkvöldi í lokað úrræði Útlendingastofnunar og hugðist fylgja fjölskyldunni úr landi. Varð konunni mikið við og fékk leyfi til að leita á Landspítalann en var tilkynnt að hún yrði sótt seinna um nóttina.

Nýjasta vottorðið á að gilda

Að því er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild spítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

- Auglýsing -

mbl.is hefur eftir Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingarljónust Landspítalans, að vafasamt sé að skrifa upp á vottorð þess efnis að konu sé óhætt að fljúga eftir 36 vikna meðgöngu.

„Oft erum við beðin um að skrifa vott­orð um það að kon­um sé óhætt að fara í flug og svona al­mennt séð þá er maður til­bú­inn að skrifa upp á það fram að 36 vik­um. Það er svo­lítið vafa­samt að skrifa upp á vott­orð eft­ir þann tíma ef maður er með töl­fræðina í huga,“ segir Hulda.

Þá segir hún að nýjasta útgefna vottorð ætti að gilda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -