• Orðrómur

Kata nánast orðlaus í Reykjanesbæ : „Þetta er ekki boðlegt!!!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kata nokkur, íbúi í Reykjanesbæ, segir farir sínar síður en svo sléttar eftir viðskipti við veitingastaðinn Antons Mamma Mia í gærkvöldi. Ekki aðeins komu pizzurnar einni og hálfri klukkustund eftir pöntur heldur þótti henni þær vera ómerkilegar fyrir hátt verð.

Kata greinir frá óánægju sinni í fjölmennum hópi mataráhugafólks á Facebook, Matartips!. Reynslunni lýsir hún með eftirfarandi hætti:

Kata er ekki sátt með að hafa fengið þrjár skinkusneiðar á pizzuna.

- Auglýsing -

Ef ykkur langar í djúsí pizzur með kg af pizzasósu og smá áleggi skellið ykkur á antons mamma mia eða pantið á kvöldi til. Get ekki mælt með, borgaði 490 kr fyrir extra lauk, það er nánast enginn laukur og einn og einn sveppur og sjáiði metnaðinn í parma pizzunni heilar 3 sneiðar af parmaskinku,“ segir Kata sem kvartaði við veitingastaðinn:

„Ég krafðist endurgreiðslu. Nei það var ekki hægt heldur bara afslátt og pantaði appelsín með pöntunni og fékk pepsi. Mér var sagt 35-40 min í bið, ég pantaði kl 20:35 og pizzan kom 21:50 !!!! Þetta er ekki boðlegt. 6080 kr fyrir 2 „vel úti látnar pizzur“, lítið hvítlauksbrauð , auka lauk og 2ltr vitlaust gos

Katrín nokkur, sem líka býr í bænum, virðist hafa lent í svipuðu. Hef lent í þessu líka, beið næstum 2klst og þegar ég hringdi sögðu þau bara að það væri mikið að gera.. ég spurði hvort ég fengi ekki afslátt og þau sögðust ætla að skoða það.. gæinn kom svo loksins með pizzuna eftir næstum 2klst.. hún var hrá og enginn afsláttur,“ segir Katrín. 

Þórður er ekki hrifinn. Þetta lítur ekki út fyrir að vera matur, eitthvað hveitijukk á okurgjaldi,“ segir Þórður. Linda er hins vegar ósamnmála. Hef nokkrum sinnum pantað hjá þeim og pizzurnar eru alltaf jafn góðar,“ segir Linda. 

- Auglýsing -

Gísli er líka ánægður viðskiptavinur. Ég hef mjög oft verslað þarna, bæði pizzur og hamborgara, og þær hafa alltaf verið bara mjög djúsi og gott allt saman þannig að ég mæli 100 prósent með þessum stað!,“ segir Gísli. 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -