Laugardagur 30. september, 2023
3.7 C
Reykjavik

Kaþólska kirkjan tekur útsýni af Jóni og Möggu: „Vona að páfinn og Vatíkanið láti af þessu áreiti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ekki hefði ég trúað að Vatíkanið legði mig í einelti. Þegar við Magga ákváðum að flytja hingað á Bleikjulækinn á Selfossi trúði ég því sem sagt var, að á milli okkar árinnar og fjallsins yrði aldrei byggt,“ skrifar Jón Gunnar Ottósson líffræðingur á Selfossi um byggingaframkvæmdir kaþólsku kirkjunnar við bakgarð hans. Framkvæmdirnar koma sem þruma úr heiðskýru lofti þar sem um er að ræða skilgreint útivistarsvæði sem tryggði Jóni Gunnari og eiginkonu hans, Margréti Frímannsdóttur útsýni yfir ána og til Ingólfsfjalls.

Páfinn sér til þess að örfínt malarryk leggst í allt

„Nú hefur kaþólska kirkjan allt í einu hafið byggingaframkvæmdir á svæðinu. Vatíkanið hefur líklega borgað Árborg (sem er í fjárhagsörðuleikum) vel fyrir risalóð á útivistarsvæði undir kirkju og safnaðarheimili. Verða þó vonandi ekki háreistar byggingar,“ skrifar Jón Gunnar.

Í góðviðriðinu sem nú stendur hafa óþægindi vegna framkvæmdanna plagað hjónin. „Það er ekki hægt að hengja út þvott á snúrustaurana. Páfinn sér til þess að örfínt malarryk leggst í allt sem hengt er á snúrur. Vona að páfinn og Vatíkanið láti af þessu áreiti í okkar garð,“ skrifar Jón Gunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -