Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Katla er látin einungis 57 ára: „Þakka þér fyrir að taka á móti mér sem lítilli 7 ára stúlku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katla Þorsteinsdóttir er látin en hún var einungis 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu eftir baráttu við krabbamein síðustu ár. Margir minnast hennar í Morgunblaðinu en hún var borin til grafar í dag. Katla var baráttukona fyrir betri heim en hún starfaði um 10 ára skeið sem framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Katla starfaði einnig sem lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi, Útlendingastofnun og hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna.

Vinafólk hennar, Dóra og Guðmundur, segja sárt að sjá eftir svo lífsglaðari konu. „Það er óendanlega sárt að Katla sé horfin á braut svona allt, allt of snemma. Á svona stundu er erfitt að skilja tilgang lífsins, hvers vegna lífsglöð kona í blóma lífsins er tekin burt frá öllu yndislega fólkinu sínu sem elskar hana svo mikið,“ segja þau.

Þau segja hana hafa sýnt þetta þegar hún greindist með krabbamein. „Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig Katla tókst á við veikindi sín. Hún leit alltaf á það jákvæða í aðstæðum hverju sinni, með æðruleysið að vopni. Litla ferðaflugan ákvað strax að láta veikindin ekki stoppa ferðalögin sín. Þannig vildi hún hafa það og þannig var það allt til enda,“ segja þau.

Elín María vinkona hennar segist muna sakna hennar til æviloka. „Að sitja og skrifa kveðjuorð til þín, elsku gullið mitt, er svo sárt. Hjarta mínu blæðir og sársaukinn er nístandi. Fallega, trausta, skemmtilega og jákvæða vinkona mín með frábæra húmorinn þinn. Það var hreinlega allt gott við þig og ég elskaði ljúfu og góðu samverustundirnar okkar. Það sem við gátum talað og hlegið og einn vinnudagur í heita pottinum flaug hjá eins og sekúndubrot,“ segir Elín.

Hún segir það hafa verið áfall þegar Katla greindist með krabbamein. „Það var mikið áfall þegar þú greindist með krabbamein 2015. Þú tókst þessum fréttum af stóískri ró og miklu æðruleysi með börnin þín og systkin þér við hlið. Fyrir rúmu ári þyrmdi yfir okkur, þegar ljóst var að meinið hafði tekið sig upp. Þú huggaðir fólkið þitt og vini, staðráðin í að nýta tímann vel og njóta hvers dags. Þú barðist eins og sönn hetja til síðasta dags. Þrátt fyrir hrakandi heilsu og heimsfaraldur þráði ferðaflugan að komast með Þokunum sínum á vit ævintýranna einu sinni enn. Við héldum í sólina til Tenerife þar sem við nutum samveru og vináttu í miklum kærleik. Þessar dýrmætu minningar munum við geyma í hjörtum okkar,“ segir Elín.

Stjúpdóttir Kötlu, Lilja, skrifar einstaklega fallega minningargrein um hana þar sem hún þakkar henni fyrir að hafa tekið vel á móti sér. „Að skrifa þessi fátæklegu orð til þín elsku Katla er þyngra en tárum taki. Ég man daginn sem þú komst inn í líf mitt. Ég var 7 ára, þú 23 ára. Síðan eru liðin 33 ár. Mig langar fyrst og fremst að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér í þessu lífi. Þakka þér fyrir að taka á móti mér sem lítilli 7 ára stúlku, flétta á mér hárið og sauma á mig föt. Þakka þér fyrir þolinmæðina þegar ég var 14 ára óþekkur unglingur. Þakka þér fyrir öll ferðalögin okkar saman. Þakka þér fyrir að vera áfram stór hluti af mínu lífi eftir að pabbi lést þegar ég var 20 ára. Þakka þér fyrir að hlusta og vera til staðar þegar ég var 31 árs í sálarangist. Þakka þér fyrir að vera amma barnanna minna. Þakka þér fyrir að vera stjúpmamma mín,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -