Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Katrín aðstoðar fátæka ungbarnafjölskyldu fyrir jólin: „Ég fann svo til með þeim“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Katrín nokkur fann svo til með fátækri fjölskyldu að hún lagði allt sem hún á aflögu fjölskyldunni til aðstoðar fyrir jólin. Fjölskyldan er með tveggja ára gamalt barn og annað barn ófætt. Katrín hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Katrín segir frá jólagóðverki sínu inni á hópnum gefins, allt gefins á Facebook. „Nýlega kynntist ég ungri fjölskyldu af erlendu bergi brotnu sem á von á sínu öðru barni eftir nokkra daga. Maður hennar er einn á vinnumarkaði og eru þau búin að eiga erfitt með að ná endum saman.  og langaði að leggja mitt af mörkum til að aðstoða þau. Þau höfðu ekki enn haft efni á að kaupa það sem þau þurftu fyrir barnið og var ég svo heppin að geta lagt mitt að mörkum með að aðstoða þau ásamt fjárhagslegri aðstoð frá nokkrum í fjölskyldunni minni,“ segir Katrín og bætir við:

„Ég vildi að ég gæti gert meira fyrir þau en því miður er ég ekki í þeirri stöðu eins og er. Ég geri mér grein fyrir því að allir hafa verið að ganga í gegnum fjárhagslegar breytingar vegna ástandsins og eiga ef til vill lítið aukalega. En ég væri ekki ég ef að ég myndi ekki reyna að hjálpa þeim eins mikið og ég gæti og þess vegna ákvað ég að skrifa þennan pistil um von að eitthvert ykkar gæti verið með mér í að gera góðverk fyrir þessa yndislegu fjölskyldu. Það er svo mikilvægt að standa saman og hjálpast að þegar geta er fyrir hendi þó að það sé ekki nema örlítil upphæð. Mínar allra bestu jólakveðjur til ykkar allra!

Fjölmargir sýna sama jólaanda og Katrín þar sem undir færslu hennar raðast inn framlög í formi kerrupoka og barnarúms ásamt barnafötum og bílstólum.

Katrín segist sjálf hafa sótt bónuskort fyrir fjölskylduna sem hægt er að leggja inn á. Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni fátæku þá getur þú gert það undir kortanúmerinu hér að neðan:

9352-0031-5202-1514957.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -