Miðvikudagur 6. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Katrín í kvöld: „Skautunarstjórnmál leysa ekki neitt heldur dýpka ágreining og leiða til átaka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði um stefnuræðu sína í kvöld að þar hafi hún talað um „þau verkefni og áskoranir sem bíða okkar á komandi árum. Ég ræddi meðal annars loftslagsvána sem nú þegar hefur skapað neyðarástand víða um heim og um leið fjallaði ég um tækifærin sem felast í orkuskiptum í almannaþágu,“ sagði hún og bætti við:

„Stríðið í Úkraínu var einnig umfjöllunarefni mitt og ég talaði um hrikaleg áhrif þess á úkraínsku þjóðina og þær afleiðingar sem stríðið hefur á heimsbyggðina alla.“

Katrín ræddi „einnig réttindi hinsegin fólks og mikilvægi þess að tryggja að við höldum áfram á réttri braut þegar kemur að réttindabaráttu þeirra.“

Hún nefnir einnig að „á komandi þingvetri vænti ég þess að við sem á Alþingi sitjum náum markmiðum okkar sem er að vinna að heilindum fyrir landi og þjóð.

Á tímum skautunar og einstefnustjórnmála skiptir miklu að ná saman um framfaraskref fyrir samfélagið allt. Viðfangsefnin sem ég hef nefnt hér í kvöld eru nefnilega risavaxin og verða eingöngu leyst með samtali eftir lýðræðislegum leikreglum.

Skautunarstjórnmálin munu ekki leysa neitt – heldur dýpka ágreininginn og leiða til átaka á tímum sem kalla einmitt á að fólk með ólíkar lífsskoðanir tali saman og leiti saman lausna gagnvart stórum áskorunum.

- Auglýsing -

Á slíkum grunni er hægt að byggja til framtíðar. Þó að stjórn og stjórnarandstaða eigi eðli máls samkvæmt að takast á og leiða fram rök og gagnrök þá vona ég að þingmönnum öllum, óháð flokkum og ólíkum lífsskoðunum, beri gæfa til að vinna á slíkum grundvelli þjóðinni allri til heilla á þeim þingvetri sem nú er að hefjast,“ sagði Katrín að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -