Föstudagur 11. október, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Katrín: „Jón Gunnarsson lýgur!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir ritat sterka færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hún hjólar harkalega í dómsmálaráðherrra, Jón Gunnarsson.

|

Færsla Katrínar ber yfirskriftina: JÓN GUNNARSSON LÝGUR!

„Í forsíðufrétt Fréttablaðsins kemur fram að Dómsmálaráðherra segi að lögreglan hafi verið að „framfylgja skyldum“ með fyrirvaralausum og vanvirðandi handtökum á flóttafólkinu sem var sent til Grikklands í gær í ómannúðlegar aðstæður. Auk þess segir Jón Gunnarsson:

„Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þessu símtali er lokið“ við blaðamanninn.

Ég kenndi Flóttamannarétt við lagadeild Háskólans í Reykjavík árum saman og skal hér fullyrða að staðhæfing dómsmálaráðherra um að það sé skylda lögreglu að fara í þessar aðgerðir er einfaldlega ósönn! Jón Gunnarsson lýgur.“

- Auglýsing -

Katrín nefnir að „Ísland hefur alltaf rétt á að veita fólki vernd hér á landi, hvað þá viðkvæmum einstaklingum sem dvalist hafa hér árum saman og myndað hér tengsl. Í stað þess var þeim vísað á götuna á Grikklandi, landinu sem við vitum að aðstæður flóttafólks eru verstar í af öllum aðildarríkjum Dyflinarsamstarfsins. Í annað skipti á jafnmörgum dögum varð mér flökurt þegar ég las um þetta mál í grein á Kjarnanum.

Þessi framkvæmd er ólögmæt og sviptir fólkið sem í hlut á rétti til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þar sem það getur ekki mætt fyrir dóminn og sagt sína hlið í máli sem verður flutt eftir örfáa daga í héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari málsins hafði komið því skýrt til skila við lögmann ríkisins að hann vildi að fólkið fengi að flytja vitnisburði sína milliliðalaust í aðalmeðferðinni.“

- Auglýsing -

Katrín segir að „með því að brottvísa fólkinu nokkrum dögum fyrir þessa aðalmeðferð er dómsmálaráðherra að grípa fram fyrir hendurnar á sjálfu dómsvaldinu í landinu. Á þessu ber ríkisstjórnin ábyrgð. Ráðherrann fer með framkvæmdavald og á að framkvæma vilja löggjafans. Í staðinn fyrir að gera það er Jón Gunnarsson á vegferð sem brýtur gegn stjórnarskrárvörðum mannréttindum, lögum, meðalhófsreglu og mannúðarsjónarmiðum.“

Henni þykja svör dómsmálaráðherra einkennast af hroka:

„Hrokinn sem einkennir svör Jóns sýnir að hann efast ekki um þessa vegferð sína. Alþingi ber eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu. Að maður í stöðu dómsmálaráðherra dirfist að hunsa vilja dómsins með þessum hætti er gríðarlega alvarlegt og ég vona að Alþingi, og öll sem að þessu máli koma, hafi hugrekki til að þess að grípa í taumana og snúa þessari ólögmætu og hörmulegu ákvörðun við. Í öllu falli skal hér með fullyrt að þessi forkastanlega framkvæmd samræmist hvorki stjórnarskrá né lögum og er þar af leiðandi ekki í mínu nafni!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -