Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Katrín litla er á lokastigi nýrnabilunar – Móðir hennar biður um hjálp til að bjarga henni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég óska eftir nýrnagjafa fyrir Katrínu Emmu dóttur mína. Katrín Emma fæddist með aðeins eitt nýra sem hefur ca 10% starfsemi og er því með lokastigs nýrnabilun. Nú hefur hún brotið 10 kg múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu.

Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi,“ segir Ester Frímannsdóttur, móðir Katrínar Emmu, í færslu á Facebook.

Hún segir sjúkdóminn skerða lífsgæði dóttur sinnar. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð. Katrín Emma er í blóðflokki A+.”

Erster segir gjafann þurfa að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og það sé mikilvægt að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“

Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna hér. Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -