Katrín Stella Jónínudóttir hefur sent út neyðarkall til þjóðarinnar nú fyrir jólin. Hún býr ein með dætrum sínum tveimur, fjögurra og sex ára gamlar, og segir launin sín varla duga fyrir reikningunum hvað þá meir. Hún sendi út hjálparbeiðni í gær í hinum fjölmenna hópi Brask og brall á Facebook.
Katrín sýnir mikið hugrekki með því að stíga fram. Í samtali við Mannlíf segir hún það ákaflega erfitt en það hafi hún viljað gera til að vekja athygli á því fyrir aðra sem eru í vandræðum að það sé í lagi að stíga fram og biðja um stuðning. „Já, það er rosalega erfitt að vera í þessari stöðu með dætur mínar tvær,“ segir Katrín sem nú þegar hefur fengið talsverða aðstoð frá netverjum sem boðið hafa fram aðstoð í allskonar mynd.
Færsla Katrínar á Facebook var á þessa leið. „Mér var bent á að setja þennan status hér inná. Ég er í vandræðum og leita ég aðstoðar til ykkar. Málið er að núna eru erfiðir tímar hjá mér og stelpunum mínum. Við sjáum okkur ekki fært að geta séð fyrir okkur þennan mánuð hvað varðar mat, jól og gjafir fyrir stelpurnar þar sem ég er nýlega flutt ein með stelpurnar og laun mín duga fyrir helstu reikningum og ekkert meir,“ segir Katrín og bætir við:
„Leita ég því aðstoðar til ykkar. Ég er að reyna vera sterk og sýna stelpunum að ekkert sé að en þetta eru fyrstu jól okkar einar og get ekki séð fram á að gefa þeim gjafir þessi jól