• Orðrómur

Katrín var alvörugefin á fundi á meðan Orkupakkinn fékkst samþykktur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Menn gátu hætt að velta vöngum yfir hvort að forsætisráðherra og varaforseti Bandaríkjanna myndu yfirhöfuð hittast þegar Katrín átti fund með Mike Pence í Höfða. Orkupakkinn mun hins vegar enn vera á meðal tannanna á fólki þrátt fyrir að hafa verið samþykktur á Alþingi.

 

Góð vika – Forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði gott mót í vikunni þegar hún fundaði með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en fram að því höfðu verið uppi vangaveltur um það hvort hún myndi hitta á hann yfirleitt. Katrín notaði tækifærið og ræddi sérstaklega á fundinum loftlagsvána, mannréttindi og kynjajafnrétti, en eins og kunnugt er telur Pence hnattræna hlýnun vera goðsögn og samkynhneigð val, auk þess sem hann tilheyrir flokki sem vill þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs.

Nokkru áður hafði framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vakið alþjóðlega eftirtekt. Þar vakti Ísland athygli á kerfisbundnum aftökum án dóms og laga á Filippseyjum og var í fararbroddi þjóða sem gagnrýndu Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot. Á fundinum sýndi Katrín að Íslandi er full alvara í þessu og fær hrós fyrir.

Slæm vika – Andstæðingar Þriðja orkupakkans

Óhætt er að segja að Orkan okkar og aðrir sem eru andvígir innleiðingu Þriðja orkupakkans hafi átt slæma viku þegar orkupakkinn var samþykktur af miklum meirihluta þingmanna í atkvæðagreiðslu á Alþingi, eða með 46 atkvæðum gegn 13. Það hefur varla farið fram hjá mörgum að hart hefur verið tekist á um Þriðja orkupakkann en umræður um hann á Alþingi stóðu yfir í hvorki meira né minn en 150 daga og eru þær lengstu í sögu þess.

- Auglýsing -

Andstæðingar innleiðingar hans fóru mikinn, sögðu hann m.a. skerða fullveldi þjóðarinnar og sökuðu stuðningsmenn um landráð. Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra var meira að segja hótað lífláti vegna málssins. En allt kom fyrir ekki. Orkupakinn var samþykktur og andstæðingar hans þurftu að lúta í lægra haldi, þó að sumir vilji meina að þeir hafi einungis tapað orrustu, stríðinu sé engan veginn lokið

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -