Sunnudagur 4. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Kattamaturinn rauk upp um helming í verði: „Besta vopn neytanda að sniðganga þær vörur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta eru sláandi tölur og því miður er besta vopn neytanda að sniðganga þær vörur sem þeim finnst hafa hækkað óeðlilega mikið,“ segir Guðmundur Marteinsson, forstjóri Bónuss, um þá gríðarlegu hækkun sem orðið hefur á verði á kattamatar.

Eins og Mannlíf greindi frá í seinustu viku hefur kattamatur hækkað gríðarlega í verði undanfarna mánuði. „Hvers á 🐈 að gjalda? 52 prósent hækkun á innan við ári,“ sagði meðlimur inn á grúppunni Vertu á verði á Facebook. Þar benti hann á að tveggja kíló poki af Remi kattamat, sem keyptur er í Bónus í september, kostaði 498 krónur. Nú kostar pokinn 759 krónur. Á rúmum sex mánuðum hefur fóðrið því hækkað um 52,4 prósent.

Hækkunin er langt umfram aðrar hækkanir sem dynja á neytendum þessi misserin.

Guðmundar Marteinsson er síður en svo ánægður með hækkunina sem hann segir að verði til vegna hækkunar á innkaupaverði, eða sem nemur 59 prósent síðan í ágúst 2021. Guðmundur segir að tilgreindar ástæður séu nokkrar eins og hækkandi hráefnisverð, hækkandi orkukostnaður til framleiðslu ásamt veikara gengi gjaldmiðils okkar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -