Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Kennarar með fíknisjúkdóm fá ekki laun í veikindaleyfi: „Ætlum að greiða þér, bara í þetta skipti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér dettur ekki í hug að ég eigi ekki rétt á að fá laun af því að ég fór í meðferð,“ segir  Sigríður Guðjónsdóttir, kennari, í viðtali við Mannlíf. Sigríður fór í meðferð fyrr á árinu vegna fíknisjúkdóms og var því frá störfum í veikindaleyfi. Þegar hún sneri til baka úr meðferðinni var kölluð á fund með skólastjórnendum. Þar var henni tilkynnt að hún hefði þurft að skrifa undir samning, áður en hún fór í meðferðina. Á samningnum kom fram að skólinn væri ekki skyldugur til þess að greiða laun, fari fólk í meðferð í veikindaleyfi.

„Ég skrifa undir og fer svo að hugsa eftir á hvað þetta er fáránlegt og niðurlægjandi,“ segir Sigríður sem var brugðið við þau skilaboð sem fylgdu er hún skrifaði undir.
„Hún (skólastjórinn) sagði; Við höfum samt ákveðið að greiða þér þetta, þú átt ekki rétt á þessu, en við ætlum að greiða þér þetta, bara í þetta eina skipti.“
Sigríður upplifði skömm í kjölfarið og leitaði svara hjá Kennarasambandinu. Svörin sem bárust komu henni mikið á óvart en í bréfi frá Kennarasambandinu segir:

„Það sjónarmið að fjarvistir starfsmanns vegna meðferðar við áfengissýki sé ekki greiðsluskyldar byggir á dómaframkvæmd en ekki lögum. Í dómi Hæstaréttar frá 1984, bls. 439 var komist að þeirri niðurstöðu að fjarvistir starfsmanns vegna áfengismeðferðar væru ekki greiðsluskyldar.

Vísað er til þessa dóms í samkomulaginu sem Sigríður skrifaði undir og byggja því þær reglur sem Ísafjarðarbær hefur sett sér á þeim sjónarmiðum sem fram koma í dómnum.

Þannig að þetta er hvergi að finna í lögum, en dómstólar hafa dæmt þetta með þessum hætti og þetta hefur ekkert breyst í öll þessi ár.“

Sigríður segir með frásögn sinni ekki vera að gagnrýna skólann þar sem hún starfar beint, heldur að þetta sé raunin fyrir kennara.
„Árið 2022 – Er þetta bara ekki rétt. Þarna er ég að taka ábyrgð, ég er heiðarleg. Þetta verður til þess að við förum ekki í meðferð, það hefur enginn efni á að fara í burtu í sex vikur,“ segir hún og bætir við að fleiri kennarar hafi sömu sögu að segja, ein þeirra hafi til dæmis ekki fengið greitt.
„Mig langar ekki að fela þetta, þetta  er sjúkdómur og hann hefur heiti.“

Mannlíf leitaði í kjölfarið svara hjá SÁÁ og ræddi við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni hjá SÁÁ.
„Vinnuveitandi ákveður ekki hvað er sjúkdómur og hvað ekki,“ sagði Valgerður, í samtali við Mannlíf í dag en fíknisjúkdómur er skilgreindur sem langvinnur heilasjúkdómur. Þá sagði Valgerður mikilvægt að skoða málið, allir ættu rétt á veikindaleyfi.

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs ræddi við Hannesínu Scheving, sem hefur sömu sögu að segja. Hún fór í meðferð fyrir fimm árum síðan og fékk greidd, líkt og Sigríður. Þrátt fyrir það segir hún þetta vera prinsipp mál.
„Það sem að við erum reiðar yfir er að þetta skuli ekki vera í kjarasamningum. Við erum með ágætis samninga upp á veikindi og annað en þetta er ekki eins viðurkennt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -