Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Kenny Rogers fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski kántrísöngvarinn Kenny Rogers er fallinn frá, 81 árs að aldri. Fjölskylda Rogers greinir frá þessu í tilkynningu sem hún hefur sent frá þar sem fram kemur að söngvarinn hafi látist „í friðsæld heima hjá sér“.

Rogers átti að baki feril sem spannar hvorki meira né meinn en 60 ár og átti að baki ýmsa smelli eins og Lucille, Coward of The County og The Gambler úr samnefndum sjónvarpsþáttum.

Vinsælasta lagið er þó án efa Island in the Stream, dúett hans og kántrísöngkonunnar Dolly Parton.

Þá vann Rogers þrenn Grammy verðlaun á ferli sínum og var vígður inn hina bandarísku Heiðurhöll sveitatónlistar árið 2013.

Hann var kvæntur fimm sinnum og átti fimm börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -